Kjúklinga Fasciae late

Kjötréttir

Fljótlegur og góður kjúllaréttur.

Efni:
4 kjúklingabringur
Mjólk eða rjómi
2 ostar (mexico- og paprikuostur)
Sveppir (skornir í sneiðar)
Kjúklingakrydd

Meðhöndlun
Kjúklingarbringunum er "lokað" (léttsteikt) á pönnu og svo skornar niður í bita og sett í eldfast mót.
(Ég krydda aðeins með kjúklingakryddi, fyrir steikingu, bara smávegis)
Ostarnir eru bræddir í mjólk eða rjóma, passið að sósan sjóði ekki.
Sósunni er hellt yfir kjúklinginn og sveppunum er dreift yfir.
Sett í 200c heitann ofn og haft þar í 20 mín eða þangað til kjúllinn er vel steiktur í gegn.

Meðlæti: Hrísgrjón, ferskt salat og hvítlauksbrauð.

Sendandi: Linda Björk. <gbmlinda@hotmail.com> (21/08/2010)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi