Epla-skúffukaka

Brauð og kökur

Ljúffeng eplakaka sem auðvelt er að baka.

Efni:
250 gr smjörlíki
250 gr strásykur
4 stk egg
400 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk möndludropar
1 tsk vanilludropar
1-1 1/2 dl mjólk
4 stk epli
2 msk kókos
kanilsykur

Meðhöndlun
Hrærið saman sykri og smjörlíki, létt og ljóst ásamt dropunum. Bætið við eggjunum einu og einu í senn. Sigtið þurrefnin og bætið varlega út í og þynnið með mjólk eftir þörfum. Afhýðið eplin og skerið í frekar þunnar sneiðar og raðið yfir degið, stráið kanilsykri og kókos yfir. Bakið í vel smurðri ofnskúffu við 180°c í 30-40 mín.

Sendandi: Linda (24/03/2011)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi