Skólastjórasúpan góða

Súpur og sósur

mjög bragðgott með mexikönsku ívafi

Efni:
3-4 msk olía
1,5 msk karrý
1 hvitlauksrif
1 púrrulaukur
2 rauðar paprikur
3 grænar paprikur

1 askja rjómaostur (400gr)
1 flaska heinz chilisósa
3-4 teningar grænmetis/kjúklingakrafur
1-2 ltr vatn
salt
pipar

4-6 steiktar kjúklingabringur

snakk, rifinn ostur, sýrður rjómi og salsasósa

Meðhöndlun
oliu, karrý, hvítlauk, púrrulauk og paprikum er saxað niður og steikt á pönnu (svissað smá stund)

bæta út í rjómaostinum, sósunni, kraftinum, vatni og pipar+salt eins og smekkur er fyrir, smakka þetta til.

kjúllinn settur út í og látið malla á vægum hita

borið fram þegar þetta hefur fengið að malla smástund

meðlæti er rifinn ostur sem saldrað er yfir súpuna í súpuskál eftir smekk, sýrði rjóminn settur útá ásamt salsasósu og snakkið borðað með eða sett líka út í.

Sendandi: GAG <gestur@postbox.is> (25/05/2011)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi