Rabbabara múffur

Brauð og kökur

góðar

Efni:
•4 dl hveiti
•2 tsk. lyftiduft
•1 dl sykur
•örlítið salt
•1-2 tsk. engifer, malað (eftir smekk)
•2 egg
•3 msk. hrein jógúrt
•1 dl olía, t.d. grænmetisolía, eða brætt smjör
•1 ½ dl rabarbari, smátt skorinn
•1 tsk. kanilduft

Meðhöndlun
Blandið hveiti, lyftidufti, sykri, salti og engiferi saman. Hrærið vel saman í annarri skál eggjum, jógúrti og olíu. Blandið síðan saman við þurrefnin. Kanil er blandað saman við smátt saxaðan rabarabarann og ríflega helmingnum af honum er bætt út í deigið. Skiptið síðan deiginu í 12 múffuform og setjið afganginn af rabarbaranum ofan á. Bakið í 20 mínútur við 200 gráður. Látið múffurnar kólna áður en bornar fram.

Sendandi: Linda (27/06/2011)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi