Gott súpubrauð

Óskilgreindar uppskriftir

Ávallt haft með súpu á jólum hjá okkur

Efni:
25 gr smjör(2 msk)
2 dl mjólk,
1 dl súrmjólk eða ab mjólk
25 gr pressuger eða 6 gr þurrger (½ umslag) 1 umslag er 11,5 gr!
1 tsk salt
400 gr hveiti

Ykkur er velkomið að hafa samband ef eitthvað er óljóst!

Meðhöndlun
Smjörið brætt í potti á lágum hita og mjólkin sett útí og velgd taka pottinn af og síðast súra mjólkin sem má ekki fara yfir líkamshita , þessi blanda þarf að vera ca í líkamshita (dífa putta í)
Ef notað pressu ger er það leyst upp í blöndunni
Ef notað þurrger þá sett út í þurrefnin.
Saltið sett í og mjólkurblandan sett í , gott að hafa þetta í stórri skál eða fati og hnoða það vel. Síðan er þetta sett td við volgan ofn með stykki yfir og látið hefast í um 1 klst jafnvel aðeins lengur en ekki of , (ætti að hafa tvöfaldast í stærð)
Slær maður degið saman og tekur loftið úr því og gerir það úr því það sem þú ætlar að nota það til:
Jólabrauðið: flatti það út ái meira ílangan flöt og skar það eftir ílöngu og tók (ríflega!!!) lina smjörklessu í lúkurnar og smurði því á fletina og tók svo villisveppa ost og skar með ostaskerara og setti eftir ílöngu brauðinu og rúllaði því upp í tvær rúllur, svo hellti ég í lófana grapeseed olíu (má vera hvaða olivu olía sem er ) og bar á rúllurnar svo þær loði ekki við þegar þær fara í formið.
Svo sker ég rúllurnar í ca 3 sm bita eins og kanilsnúða og raða í form eða fat . læt þetta í forminu við ofninn með stykki yfir og bíður í 25-30 mín og svo helli ég yfir þetta meiri olíu og strái yfir smá lauksalti og oregano (má vera hvaða krydd sem er) og baka við 200 °c í um 25-35 mín lengur ef það er ekki orðið brúnleitt. Ég hafði þetta í 45 mín . hellti svo aftur aðeins olíu yfir það.

Þetta er grunndeig og má gera ýmislegt við það eins og:
1. Hef sett í smjörið aðeins hvítlauk og ost ofaná áður en ég rúlla því upp.
2. Líka ost og salsa og ost yfir og olíu.
3. Ýmis fræ td sesam gefa gott bragð
4. Bara nota hugmynda flugið og það sem maður á í skápunum það sinnið!!!

Sendandi: Oddný JB Mattadóttir <oddny@mitt.is> (02/01/2012)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi