Tartelettur
Óskilgreindar uppskriftir
Rétturinn er bæði ljúffengur og ótrúlega einfaldur
Efni:
30 tartalettur (3 box)
1 camembert ostur
1 piparostur eða smurostur með beikoni eða sveppum
1 hvítlauksostur
½ lítri matreiðslurjómi
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 askja af sveppum eða brokkólí
Um það bil 300 grömm af hamborgarhrygg eða skinku (má sleppa).
Meðhöndlun
Grænmetið skorið frekar smátt og steikt í olíu á pönnu. Osturinn skorinn í bita og látinn bráðna í rjómanum. Hrærið í af og til (það mun taka dálítinn tíma fyrir ostana að bráðna, verið því þolinmóð!).
Grænmetið sett út í ostajafninginn ásamt kjötinu og skeljarnar svo fylltar. Rifnum osti stráð yfir og hitað í ofni við 200 gráður þar til osturinn hefur brúnast að ofan (tók um 20 mínútur í mínum ofni).
Ef þið viljið slá í gegn, endilega spreytið ykkur á uppskriftinni. Þið verðið sko ekki svikin.
Njótið vel!
Sendandi: Linda (24/01/2012)