Súkkulaðikaka mömmu og krem
Óskilgreindar uppskriftir
Súkkulaðikaka sem öllum finnst góð
Efni:
Ath! Þetta er tvöföld uppskrift sem passar í ofnskúffu.
4 bollar hveiti
3 bollar sykur
6 msk. kakó
3 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
1 1/2 bolli súrmjólk
1/2 bolli mjólk
210 gr. smjörlíki, brætt
4 egg
Súkkulaðikrem:
1 pk. flórsykur (500 gr.)
7-8 msk. kakó
1/2 dl. kaffi (uppáhelt, hægt að nota instant)
100 gr. smjör, brætt
Smá vanilludropar og mjólk til að þynna ef þarf.
Meðhöndlun
Kakan:
Blandið þurrefnunum saman.
Hrærið súrmjólk og mjólk út í.
Hrærið bræddu smjörlíkinu út í og síðast eggjunum einu í einu.
Ekki hræra of lengi, bara þannig að blandist vel.
Spreyið ofnskúffu eða formið sem á að nota með Pam spreyi eða smyrjið með smjörlíki og stráið smá hveiti yfir.
Bakist við 180° þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunni.
Súkkulaðikremið:
Blandið þurrefnunum saman.
Hrærið kaffinu saman við, svo smjörinu og vanilludropunum.
Þynnið með mjólk ef þarf.
Smyrjið á kökuna og gott að setja kókosmjöl yfir.
Sendandi: Dizzy (17/03/2012)