Snöggsteikt nautakjöt með avocado salati.

Óskilgreindar uppskriftir

Mjög hollur kjötréttur, gerir 4 skammta.

Efni:
Innihald:

340 gr nautalundir, skornar í þunnar lengjur

1/4 bolli ferskur sítrúnusafi
1,5 matskeið chilli krydd

1 matskeið grænmetis olía

1 miðlungs sætur laukur, skorinn í þunnar lengjur

1 rauð paprika, skorin í þunnar lengjur

1 grænn chili, skorin í þunnar lengjur

1/2 teskeið salt
1/2 teskeið svartur pipar

1 dolla svartar baunir, hreinsaðar og vatnið síað burt

1 avocado, skorinn í bita

1/4 bolli Cojita ostur, mulinn

1/4 bolli kóríander (cilantro) , saxaður

Korn tortillur (valkostur)

Meðhöndlun
Leiðbeiningar:

1. Setjið kjötið, 2 matskeiðar af sítrónusafa og 1 matskeið af chili kryddi og setjið til hliðar.

2. Hitið olíu á stórri pönnu, setjið lauk, papriku og grænt chili og steikið í 5 mínútur hræra stöðugt.

3. Setjið kjötið og kryddlöginn á pönnuna með grænmetinu og eldið í 3-4 mínútur. Kryddið svo með salti og svörtum pipar.

4. Setjið í aðra skál, baunir, avocado, ost, 1/4 bolla kóríander og restina af sítrónusafanum og chili kryddinu.

5. Setjið kjötið og grænmetið á disk og bætið jafnvel meira af kóríander. Berið svo fram með avocado salatinu og hituðum tortilla-kökum.

Næringainnihald á skammt: 436 kaloríur, 28 gr prótein, 30 gr kolvetni, 26 gr fita (7 gr mettuð), 10 gr trefjar

Sendandi: Inga (17/04/2012)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi