Ostamúffur

Óskilgreindar uppskriftir

Gott og þægilegt t.d. fyrir ferðalag

Efni:
3 egg
3/4 dl olía
1 dl mjólk
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 msk mexíkókrydd
50-100 g pepperoni
50 g jalapeno-ostur
50 g rifinn ostur

Meðhöndlun
1. Hitið ofninn í 180°c
2. Smáttsaxið pepperoni og jalapeno-ostinn.
3. Þeytið eggin með olíunni og mjólkinni með písk.
4. Bætið þurrefnum og kryddi saman við og blandið vel.
5. Blandið pepperoni og jalapeno-ostinum saman við.
6. Fyllið hvert pappírsmúffuform upp að 2/3 og raðið þeim í múffuform.
7. Stráið rifnum osti yfir múffurnar.
8. Bakið í 18-20 mínútur.

Þessi uppskrift gerir 16-18 múffur.

NJÓTIÐ VEL !!!!!!!!!!!!!!!!!

Sendandi: Dýrunn Elín Jósefsdóttir <dyrunnelin@gmail.com> (18/04/2012)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi