Pelmeni
Óskilgreindar uppskriftir
Þessi uppskrift er frá Finnlandi og er æðislega góð !!!
Efni:
DEIGIÐ:
-2 1/2 dl hveiti
-1/2 tesk salt
-2 eggjarauður
-3/4 dl vatn
FYLLINGIN:
-250 g hakkað nautakjöt
-1/2 smátt brytjaður laukur 2 pressuð hvítlauksrif
-salt
-svartur pipar
-örlítið af kjötkrafti
Meðhöndlun
Pelmenideigið er búið til fyrst.
1. Hveti, salti og eggjarauðum er blandað saman, vatninu bætt í og deigið hnoðað þar til það er þjált og gljáandi.
2. Deigið á að vera fast og þétt.
3. Síðan er það látið standa 1/2 klukkustund í ísskápnum.
4. Deigið er flatt út eins þunnt og hægt er, hælst á það að vera gegnsætt,-gott að nota pastavél.
5. Skornir út hringir með glasi.
Svo er fyllingin búin til.
1. Kjöti og kryddi er hrært saman og bætt út í kjötkrafti þar til farsið er orðið létt þá er lauknum bætt út í.
2. Svolítið af farsi er sett á hvern deighring, hann brotinn saman svo úr verði lítill hálfmáni og köntunum þrýst saman með gaffli.
3.Kanntarni festast betur saman ef þeir eru vættir með smá vatni eða eggjahvítu.
4. Kjötkrafti hellt í pott og suðan látin koma upp.
5. Pelmeni mánarnir soðnir þar til þeir stíga upp á yfirborðið.
Suðutíminn er u.þ.b.10 mín.
6. Pelmenikökurnar eru bornar fram í dálitlum kjötkrafti og með þeim er hafður sýrður rjómi.
Svo er það bara að njóta kræsinganna!!!
Sendandi: Dýrunn Elín Jósefsdóttir <dyrunnelin@gmail.com> (06/05/2012)