Vatnsmelónudrykkur
Óskilgreindar uppskriftir
Einstaklega góður og vatnslosandi
Efni:
5 dl vatnsmelóna í bitum (um 2 vænar sneiðar)
1 heill lime ávöxtur, afhýddur
10 myntublöð
Nokkrir klakar
1-2 msk agave sýróp, ef vill – má sleppa
Meðhöndlun
Afhýðið vatnsmelónuna og skerið í bita, setjið í blandara og blandið. Afhýðið lime ávöxtinn, skerið í bita og bætið útí ásamt myntublöðum og blandið þar til þetta er vel blandað saman. Hægt er að bæta við smá agave sýrópi til að gera drykkinn sætari. Þessi er sérstaklega vatnslosandi.
Sendandi: Dagný <dagny@reykjalin.com> (08/07/2012)