Bananabrauð

Óskilgreindar uppskriftir

Hollt og gott bananabrauð

Efni:
1b. XyloSweet
2b. Grófmalað spelt
2tsk. Vínsteinslyftiduft
2,5 dl af sjóðandi vatni
Tveir stórir bananar

Val er um að mölva 100 gr af heslihnetum og setja í brauðið ef manni finnst heslihnetur góðar.

Meðhöndlun
Bananar stappaðir, öllum þurrefnum blandað saman og svo vökvanum og svo banönunum. Allt hrært saman og sett í form. Ég nota sílíkonform sem er 20x25cm og þá verður þetta meira svona "skúffukökubrauð". Bakað í ofni við 175C° í 30 mín en lengur ef notað er venjulegt brauðform, þá upp undir 1 klst. Fylgjast með og stinga í og draga hreinan hníf upp úr brauðinu áður en það er tekið úr ofninum.

Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (26/09/2012)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi