Ofnbakaður fiskur með grænmeti

Óskilgreindar uppskriftir

Æði

Efni:




600 grömm ýsuflök (eða annar fiskur)
200 grömm pastasósa
150 ml. matreiðslurjómi
1 rauð paprika
1/2 hvítlaukur
1/3 af blaðlauk
2 gulrætur
100 grömm brokkolí
100 grömm blómkál
3 hvítlauskrif
80-100 grömm rifinn ostur

Meðhöndlun
Skerið grænmetið smátt niður og steikið upp úr olíu á pönnu í ca. 5 mínútur. Skerið ýsuflökin í bita, olíuberið þá og kryddið með salt og pipar. Hellið helming grænmetisins í botn eldfasts móts, raðið ýsubitunum yfir og hellið svo restinni af grænmetinu yfir. Hrærið saman pastasósuna og matreiðslurjómann og hellið svo blöndunni yfir réttinn. Stráið rifnum osti yfir og bakið svo í ofni við 200°C í ca. 30 mínútur.

Sendandi: Linda (02/10/2012)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi