Pasta fyrir þrjá

Óskilgreindar uppskriftir

Rosa góður og fljótur pastaréttur að gera ef mamma/pabbi er ekki heima :D

Efni:
180 g pasta
120 g beikon
120 g skinka
1/2 stk paprika
1/4 laukur (má sleppa)
100 g sveppir (má sleppa)
1 tómatur smátt skorin (má sleppa)
1/4 l matreiðslurjómi
120 g rjómaostur (má velja hvaða bragð sem er og eins margar og maður vill)

Meðhöndlun
1.Setjið vatn í pott, 1/2 tsk af salti og 1 msk matarolíu.
Suðan er látin koma upp og pastað sett í sjóðandi vatnið, spðið þangað til það er tilbúið.
2.Beikonið skorið smátt og steikt í lítilli olíu.
3.Paprika,skinka og laukur skorið smátt og gegnhitað í olíunni. Sveppirnir saxaðir og steiktir.
4.Rjómi og rjómaostur sett í pott og suðan látin koma upp (muna að hræra mikið og vel í svo það brenni ekki)
5.Beikon,skinkan og grænmetið hrært út í. Ef tómatar eru notaðir eru þeir skornir smátt og settir út í sósuna.
6.Sigtað er pastað og sett í skál og svo er sósunni helt yfir.
Verði ykkur að góðu

Sendandi: Magnea Rós <magnea.ros.bjarnadottir@grunnskolar.is> (13/10/2012)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi