Eggjalaust bananabrauð

Óskilgreindar uppskriftir

Mjög gott bananabrauð sem hentar fólki með eggjaofnæmi.

Efni:
1 bolli sykur
2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi (natron)
2 tsk lyftiduft
2-2,5 dl mjólk
2 stappaðir bananar

Brauðform eða kökuform

Meðhöndlun
Stappa tvo banana sem eru vel þroskaðir og stórir. Hræra mjólk og stappaða banana saman og setja svo allt hitt saman við. Hræra létt saman og baka í brauðformi í 1 klst. við 180 gráður en eitthvað styttra ef notað er kökuform (30-40 mín).

Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (10/12/2012)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi