Hnetudraumur

Óskilgreindar uppskriftir

Þessi hristingur er stútfullur af gæðanæringu, m.a. omega 3 fitusýrum! Prófaðu þennan næst þegar þig langar í "djúsí" og/eða óhollan mat :)

Efni:
1 stk. banani (helst frosinn (sem hefur þá verið skorinn í örsmáa bita))
2 msk. gott lífrænt hnetusmjör
1 msk. hlynsýróp
2 döðlur
½ tsk. kanill

Vökvi að vild, helst vatn og möndlumjólk

Nokkrir klakar, sérstaklega ef bananinn var ekki frosinn

Gott er að bæta við stjörnuanís til að fá smá lakkrískeim. Einnig er mjög gott að setja 1msk af gæðakakó til tilbreytingar.

Meðhöndlun
Blanda vel saman í blandara, hella í hátt glas og drekka!

Sendandi: Dagný <dagny@reykjalin.com> (04/04/2013)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi