Kjötbollur í salsasósu

Óskilgreindar uppskriftir

ostafylltar kjötbollur í salsasósu með mexikó ívafi

Efni:
500gr hakk
100gr rifinn mexikóostur
1dl brauðraspur
100gr kotasæla
1bréf takókrydd (original taco spice mix)
1stk egg
50gr rifinn laukur
200gr gratin ostur
5dl salsasósa
1box rjómaostur

Meðhöndlun
hakk, mexikóostur, brauðraspur, kotasælu, takókryddi, eggi og lauknum er hrært saman, búnar til kjötbollur. Rjómaosti er smurt í botn á eldfast mót, alsasósan er sett ofaná í botninn. Kjötbollur settar ofaná sósuna og rifinn ostur stráð yfir.
Sett í ofn á 180°C í 25-30 mín.
Borið fram með doritos og sýrðum rjóma.

Sendandi: GAG <gag@svaka.net> (12/04/2013)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi