Rice Krispies kaka með bönunum og karamellusósu.

Óskilgreindar uppskriftir

Æðisleg

Efni:


Botn
100 g smjör
100 g suðusúkkulaði
100 g Mars súkkulaði
4 msk síróp
5 bollar Rice Krispies


Krem og karamellusósa.

Þeytið lítinn pela af rjóma og skerið tvo banana í litla bita. Setjið bananabitana ofan á kökubotninn og dreifið síðan rjómanum yfir.

Karamellusósu.

1 poki Góa kúlur
1/2 dl rjómi

Bræðið Góa kúlurnar við vægan hita í rjómanum. Setjið karamellusósuna í kæli í smá stund áður en þið setjið ofan á rjómann, það er mjög mikilvægt að sósan sé ekki oft heit því þá er hættan sú að rjóminn fari að leka til og það viljum við svo sannarlega ekki. Gott er að geyma kökuna í kæli í 30 mín - 60 mín áður en að hún er borin fram.

Meðhöndlun
Botn
Bræðið smjör við vægan hita, setjið súkkulaðið saman við og leyfið því að bráðna. Bætið sírópinu því næst og hrærið vel saman, passið að hafa vægan hita svo blandan brenni ekki. Þegar allt er orðið silkimjúkt þá er gott að blanda Rice Krispies út í. Hellið blöndunni í form og leyfið botninum að kólna í kæli í lágmark 15 mínútur.

Sendandi: Linda (04/05/2013)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi