Kjúklingur í appelsínusósu

Kjötréttir

Framandi en jafnframt einfaldur réttur frá Trinidad

Efni:
1 bolli hveiti
2 tsk. salt
1/2 tsk. grófmalaður svartur pipar
1,5 kg. kjúklingur (best er að nota 4 kjúklingabringur)
3 msk. olía til steikingar
1/2 l. appelsínusafi
2 msk. púðursykur
1 msk. edik
1 msk. múskat
1/2 tsk. basil
2 hvítlauksrif, fínsöxuð eða pressuð
3 appelsínur, flysjaðar, sneiddar og himnuflettar

Meðhöndlun
Setjið hveiti, salt og pipar í plastpoka. Skerið kjúklingabringurnar niður og hendið í pokann, hristið. Hitið olíuna á pönnunni. Hristið mesta hveitið af kjúklingabitunum og steikið á pönnunni. Sett til hliðar. Hellið appelsínusafanum á pönnuna. Setjið allt hráefnið saman við nema appelsínubútana. Látið malla í 30 mín. Fleygið appelsínubútunum útí og látið malla í 5 mín. í viðbót. Bætið við appelsínusafa eftir þörfum. Hveitið á kjúllanum sér um að þykkja sósuna. Reiðið fram með hrísgrjónum og salati.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (19/07/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi