Sörur

Smákökur og konfekt

Hreint sælgæti

Efni:
Botn:
100g möndlur,malaðar
2 eggjahvítur
1 1/2 dl sykur

Krem:
3/4dl sykur
1/2dl vatn
3 eggjarauður
150g smjör
kakó eftir smekk

Ofaná:
100g suðusúkkulaði

Meðhöndlun
Blandað saman möndlum og sykri. Þeytið eggjahvíturnar og blandið möndlusykurblöndunni saman við. Setjið með teskeið á plötu klædda bökunarpappír og breiðið þær þunnt út. Bakið í u.þ.b.10 mín við 200-225°C eða 160°C blæstri. Kælið.
Hitið vatn og sykur í potti og látið sjóða. Bráðin er hæfilega heit þegar dropi sem settur er í kalt vatn stífnar. Hellið þessu í mjórri bunu út í eggjarauðurnar og þeytið á meðan. Kælið eggjarauðuhræruna vel áður en smjörinu er bætt við. Hrærið smjörið þar til það verður mjúkt og setjið örlítið í einu saman við eggjarauðuhræruna. Hrærið vel í og bætið síðan kakói út í eftir smekk. Bræðið súkkulaðið. Smyrjið eggjarauðukreminu neðan á kökurnar. Kælið. Penslið yfir kremið með bræddu súkkulaðinu. kælið. Geymið í vel lokuðum plastpoka í kæli eða frysti.

Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <beta@skyrr.is> (27/07/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi