Reykja Kanilsnúðar með glassúr

Óskilgreindar uppskriftir

Kanilsnúðar frá skólabúðunum að Reykjum

Efni:
1 kg hveiti
4 msk þurrger
6 msk sykur (ca 75 gr)
1 tsk salt
3 stk egg
4,5 dl mjólk
150 gr smjörlíki

Súkkulaðiglassúr: 500 gr flórsykur, 200 ml heitt vatn, 100 gr ósætt kakó, 2 msk sterkt uppáhelt kaffi eða 1 tsk. Vanilludropar eða Möndludropar. Allt eftir hvaða bragð manni finnst best.

Meðhöndlun
Allt sett í skál og hnoðað saman
Deigið er látið lyfta sér í 20 - 30 mínútur.
Deigið er síðan flatt út og penslað með smjörlíki og kanilsykri stráð yfir (einnig má setja rúsínur).
Deiginu er rúllað upp og það skorið í hæfilega stóra bita sem settir eru á smurða plötu.
Bakað í miiðjum ofni við 200°við undir/yfirhita þar til snúðarnir eru orðnir fallega brúnir.

Súkkulaðiglassúr: Öllu hrært saman og sett á snúðana.

Sendandi: Friðrika <Fridrika at flott punktur is> (05/10/2014)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi