Vatnskaka

Óskilgreindar uppskriftir

Kaka að hætti ömmu.

Efni:
300gr. Vatn
100gr. Rúsínur
200gr. Sykur
200gr. Smjörlíki
1tsk Kanill
1tsk Negull
300gr. Hveiti
1tsk Natron (matarsódi)
2tsk Lyftiduft


Meðhöndlun
Vatn,rúsínur,sykur,smjörlíki,kanill og negull eru sett í pott og soðið í 3 mín. Kælið vel. Svo er afgangurinn settur saman við.
Setjið svo í hringform annað hvort með bökunarpappír eða smyrjið með bráðnu smjöri.

Hitið ofnin 175°c
Setjið kökuna inní og leyfið henni að bakast í 15 til 20 mín.
Gott er að pota í hana þegar það er komin 15 mín til að ath hvort að hún sé til búin.
Ég set glassúr svo ofaná hana þegar hún er orðin nógu köld.

Sendandi: Sandra Katrín Ingibjörnsdóttir <catladie17@outlook.com> (25/03/2016)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi