Jarðarberjaís fyrir vinahóp

Óskilgreindar uppskriftir

Ís í hollari kantinum

Efni:
2 dósir kókosmjólk
1/2 b. hunang eða kókossykur (sem er betra)
2 tsk vanilludropar
1/2 tsk fínt salt
4 eggjarauður
500 gr jarðarber (frosin virka fínt)

ílát (ég nota frostpinnaform úr IKEA)

Meðhöndlun
Byrjið á að setja kókosmjólkina í pott og hræra kókossykrinum saman við við vægan hita, ekki sjóða. Slökkva Svo saltið og vanilludroparnir. Eggjarauðurnar eiga að hrærast ein af annari rólega saman við þegar aðeins er búið að kæla blönduna. Blandan þykknar. skellið svo blöndunni og jarðarberjunum saman í blandara og blandið, blandið, blandið og aðeins meira. Þegar allt er silkimjúkt er blöndunni hellt í form og fryst í rúman klukkutíma.
Bon appétit!

Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <mellan@eldhus.is> (03/03/2017)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi