Fiskdeig

Fiskréttir

Fiskdeigið hennar mömmu áður en maður hljóp út í búð að kaupa fiskfars

Efni:
1 kg. hakkaður fiskur
50 gr.hveiti
50 gr.kartöflumjöl
2 dl mjólk
3 egg
2 meðalstórir laukar
2 tsk. salt
1 tsk. hvítur pipar

Meðhöndlun
Best er að nota ýsu, en einnig má nota þorsk, karfa eða annan fisk. Sláið saman egg og mjólk. Blandið saman þurrefnum. Saxið laukinn mjög fínt ef matreiða á soðnar fiskbollur eða fiskbúðing, en ívið grófar ef steikja á fiskbollur. Blandið þurrefnum og eggjahræru til skiptis í deigið og hrærið vel. Loks er lauknum hrært saman við. Látið deigið standa undir loki á köldum stað í a.m.k. klukkustund.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (05/08/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi