Hvít lagkaka með súkkulaði
Óskilgreindar uppskriftir
Besta æskuminningin, ég með hjartað í buxunum að næla mér í smá meira.
Efni:
Kaka:
500 gr. smjör
520 gr. sykur
8 egg
520 gr. hveiti
4 tsk. lyftiduft
2 msk. mjólk
1 tsk. vanilludropar
Krem:
400 gr. Suðusúkkulaði
200 gr. Kakósmjör
3-4 lítil egg
Meðhöndlun
Kaka
Hrærið saman smjör, sykur og egg. Blandið saman hveiti og lyftidufti og látið út í með mjólk og vanilludropum. Bakið 6 botna á 200°C í 10 mín.
Krem
Bræðið súkkulaði og kakósmjör yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni svo að það verði alveg fljótandi. Kælið og þeytið svo eggin saman við.
Leggið botnana þrjá og þrjá saman með kreminu.
Sendandi: Friðrika Stefánsdóttir <fridrika at flott punktur is> (13/12/2019)