Marsipanbotn

Óskilgreindar uppskriftir

Hægt að setja með svampbotni og þeyttum rjóma.

Efni:
100 gr kransakökumarsi (ren rå)
80 gr sykur
Ein eggjahvíta (40 gr)

Meðhöndlun
Rífið marsipan. Blandið öllu saman í pott. Hitið varlega og hrærið í.
Dreifið á bökunarpappír og bakið á plötu í um 10 mín við 180°C eða þar til gyllt.

Tvöfalda yfirleitt uppskriftina og set með svampbotni. Þeyti rjóma með niðursoðnum jarðarberjum og skelli ofan á og milli. Svo eitthvað súkkulaðidæmi með. Eins og þið viljið bara.

Sendandi: Friðrika Stefánsdóttir <fridrika at flott punktur is> (10/07/2020)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi