Súkkulaðikrem á skúffuköku

Óskilgreindar uppskriftir

Úr bæklingi Nóa Síríus Gestagangur

Efni:
Kjörið á skúffuköku eins og þessa. (Í staðinn fyrir Baileys bröltið er sett 4 dl mjólk í kökuna.)
http://www.eldhus.is/eldhus.php?func=birtauppskrift&id=545

300 gr Smjör, mjúkt
4 eggjarauður
200 gr flórsykur
250 gr Síríus súkkulaði

Meðhöndlun
Þeytið Smjörið þar til það verður létt og ljóst. Bætið eggjarauðunum út í, einni í einu og hrærið vel á milli. Setjið flórsykur saman við og hrærið vel. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða örbylgjunni og kælið. Hellið súkkulaðinu saman við smjörkremið.
Ef súkkulaðið er of heitt skemmist kremið.
Hrærið í a.m.k. 5 mín

Sendandi: Frú Eldhús punktur is Friðrika Stefáns <fridrika at flott punktur is> (10/04/2021)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi