Æðislegur fiskréttur

Fiskréttir

Var sérstaklega beðin um að setja hann á netið

Efni:
Fiskur
Banani
Kokteilávextir
Champellssúpa (sveppa)
Majones
Ostur
Fiskikraftur

Meðhöndlun
Fiskurinn soðin í vatni með smá fiskikrafti. Suðu hleypt upp og þá er fiskurinn tekinn upp úr. Hann settur í eldfast mót kryddaður með smá salti og pipar, svo er bananinn settur ofaná. Súpunni og majonesinu er hrært saman og kokteilsávöxtunum er blandað saman við og öllu hellt yfir fiskinn.
Osti er stráð yfir og bakað í ofni við 175° þangað til osturinn er orðinn bráðinn.

Gott að hafa hrísgrjón með (má setja þau í botninn undan fisknum)og brauð.

Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <beta@skyrr.is> (06/08/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi