Grænmetisréttur með linsubaunum

Grænmetisréttir

þessi grænmetisréttur er með kartöflum linsubaunum og ýmsu öðru grænmeti. Hann er léttkryddaður með karríi og engifer. Góð máltíð á léttum nótum með brauði.

Efni:
1 dl grænar linsubaunir
300 gr hvítkál
150 gr gulrætur
4-6 kartöflur meðalstórar
1 blaðlaukur
1 msk engiferrót eða 1 tsk engiferkrydd
1 msk ólífuolía
1 msk karrý
2 dl vatn
1-2 grænmetisteningar
salt
pipar

Meðhöndlun
1)Leggið baunirnar í bleyti í sólarhring.
2)Hreynsið grænmetið. Skerið hvítkál í bita, gulrætur, kartöflur og blaðlauk í
sneiðar.
3)Rífið engiferrótina og léttsteikið á stórri pönnu í ólífuolíu, stráið karrýi
yfir
4)Setjið grænmetið og linsubaunirnar á pönnuna. Leysið grænmetisteningana upp í
vatninu og hellið út í. Látið krauma þar til grænmetið er soðið og linsubaunirnar
mjúkar, um 15 minútur. Bragðbætið með salti og pipar.

Berið fram með grófu brauði og smjöri.

Sendandi: Sólrún Pétursd (10/08/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi