Terta með Sherryfromas
Brauð og kökur
Ekki keyra á eftir
Efni:
Marens:
150 gr hakkaðar möndlur
200 gr sykur
4 eggjahvítur
1/2 tsk
Fromage:
2 egg
100 gr sykur
1/2 l rjómi
1 dl sherry
6 blöð matarlím
50gr súkkulaði
200 gr marsipan
Meðhöndlun
Marens:
Eggjahvíturnar þeyttar og sykri bætt smátt og smátt útí. Lyftidufti og möndlum bætt varlega úti. Bakað í einum botni 26-28 cm þvermál við 120°c blástur svona 160-180° venjulega ca. 1-2 tíma. Gott er líka láta hann kólna í ofninum yfir nótt.
Fromage:
Egg og sykur þeytt saman. Rjóminn þeyttur. Matarlímið er bleytt upp í köldu vatni síðan kreist og brætt yfir vatnsbaði, sherryi bætt út og kælt. Súkkulaði brytjað og blandað saman við eggjahræruna. Því næst er sherryinu og matarlíminu bætt saman við og síðast þeyttur rjómi, áður enn fromageblöndunni er hellt í formið ofan á kökubotninn er nauðsynlegt að þjappa aðeins ofaná hann til að ekki myndist loftrúm á milli laga.
Svo er marsipanið flatt út og sett ofan á kökuna þegar allt er orðið stíft. Best að setja á tertuna 1-1 1/2 sólarhring áður.
Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <beta@skyrr.is> (21/08/1998)