Pizzubotn '67 Orginal
Pizzur og pasta
Þetta er aðfengin uppskrift af pizzubotninum á pizza '67...
Efni:
425 gr hveiti
1,75 dl vatn
1-2 msk matarolía
1-2 msk bjór (mjög mikilvægt!!)
5 gr sykur
3,5 gr salt
10 gr þurrger
Meðhöndlun
Látið þurrgerið í stóra skál með 37°C heitu vatni og setjið síðan öll þurrefnin í skálina nema smávegis af hveitinu. Hrærið saman og bætið hveiti út í þannig að hægt sé að hnoða deigið.
Þegar búið er að hnoða vel þá látið deigið lyfta sér í nokkrar mínútur.
Fletjið síðan út og hafið botninn örþunnann!!! (u.þ.b. 1 til 2 mm.).
EKKI FORBAKA BOTNINN!!!!! HANN ER ÞAÐ ÞUNNUR AÐ HANN BAKAST MEÐ GUMSINU!!!
Bakist helst á pizzuneti og við 175 °C hita helst ekki blástur.
Gott er að láta grillið brúna ostinn í restina (eftir 10 til 15 mínútur).
Sendandi: ??? <???> (26/10/1995)