Búðingur m/púrrulauk

Kjötréttir

Fljótlegur hversdagsmatur

Efni:
300 gr. grænmetisbúðingur
150 gr. púrrulaukur
1 stk. tómatur
1/2 dós gulrætur
1-1 1/2 dl. mjólk
2 msk. tómatsósa
Kryddað með piparmix eftir smekk.
Smá olía til steikingar

Meðhöndlun
Skerið búðinginn í hæfilega stóra bita og setjið á pönnuna sem hefur verið hituð með olíunni. Steikið í örfár mínútur. Setjið síðan allt hitt út í og hrærið. Látið malla í ca. 7 mín. Gott að bera fram með hrísgrjónum og salati.

Sendandi: Nafnlaus <rafcat@hotmail.com> (09/09/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi