Ananas og sítrónuostakaka

Brauð og kökur

Fersk og ljúffeng og jafnvel þeir sem ekki borða ostakökur verða húkkt!

Efni:
Botn:
1 pk Grahams Haustkex
50 gr brætt smjör
2 msk sykur
Fylling:
1 pk. Toro sítrónuhlaup
400 gr Rjómaostur
1/2 ananaskurl
1/2 ltr. þeyttur Rjómi

Meðhöndlun
Athugið að uppskriftin dugar í 2 þunnar kökur eða eina þykka.
Botn:
Myljið kexið í matarvinnsluvél og bætið sykrinum út í, því næst brædda smjörinu, blandið vel saman og þrýstið í botn á springformi. Látið kólna

Fylling: Byrjið á hlaupinu tímanlega (helst fyrst, það þarf tíma til að stífna)Notið aðeins helming af því vatnsmagni sem uppgefið er utaná pakkanum en annars farið eftir leiðbeiningum.
Hrærið saman rjómaostinum, ananasinum og hlaupinu og blandið því varlega saman við þeytta rjómann hellið yfir kexbotninn og látið stífna í að minnsta kosti einn sólarhring í kæli.
Ostakökur geymast vel í ísskápnum og eru jafnvel betri eftir því sem þær verða eldri, þó aldrei lengur en í 2 vikur.
Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Hrafnhildur Jóna <haddy@aknet.is> (22/10/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi