Camembert-réttur

Óskilgreindar uppskriftir

Alveg ótrúlega góður ofnréttur

Efni:
1 camembert ostur
1 peli rjómi
1/2 franskbrauð
1 paprika
1 skinku bréf
rifinn ostur

Meðhöndlun
Camembertinn og rjóminn brætt saman við hægan hita. Franskbrauðið rifið niður í eldfast mót, paprikan og skinkan skorið smátt og sett saman við brauðið. Camembertsósunni hellt yfir og hrært aðeins í. Rifinn ostur settur yfir og þetta hitað við 180-200°C þar til osturinn er bráðinn.


Sendandi: Nafnlaus (25/11/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi