Ítalskur draumur

Pizzur og pasta

Pasta með tómatblöndu að eigin vali, f. 4

Efni:
Pasta eins og þarf
1 dós Hunts hakkaðir (stewed) tómatar
1 laukur
1 gulrót
hakkaður hvítlaukur eftir smekk
1/2 tsk basil
1 tsk ítölsk kryddblanda
slatta af svörtum pipar
rækjur, fiskbitar, kjötbollur eða ekki neitt til viðbótar því þá er þetta góður megrunarréttur

Meðhöndlun
Hakkið laukinn, sneiðið gulrótina og steikið í ólífuoliu án þess að brúna.
Útá með hvítlaukinn, rétt látið hann hitna og svo alla tómatdósina útá.
Látið sjóða aðeins niður, kryddið og bætið útá rækjum eða öðru góðgæti. Ef rækjur
eða annað fiskmeti er notað á bara rétt að hita í gegn.
Nú á pastað að vera tilbúið, þið sem gleymduð að sjóða það!!
Berist fram með hvítlauksbrauði, pipar, parmesan osti, brosi og þokkalegu rauðvíni eða hvítvíni. 8-)

Sendandi: Margrét Hrafnsdóttir <???> (30/10/1995)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi