Heitt rúllubrauð

Óskilgreindar uppskriftir

Rúllubrauð

Efni:
1 rúllubrauð (fæst frosið)
1 box sveppasmurostur
1 dós grænn aspas
1 skinkubréf
2-3 mtsk súrmjólk
2 mtsk majones
paprikuduft
rifinn ostur

Meðhöndlun
Smurosturinn og ca. 1 dl af aspassoði hitað saman í potti, aspasinn og skinkan skorið í bita og sett útí. Smurt á brauðið og rúllað upp. Súrmjólkinni og majonesinu hrært saman, smurt ofan á brauðið, rifinn ostur settur yfir og að lokum er parikuduftinu stráð yfir. Hitað í ofni 180-200°C þar til osturinn er bráðinn. Ath. að setja bökunarpappír undir.

Sendandi: Nafnlaus (25/11/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi