Soðin Ýsa

Fiskréttir

Þverskorin Ýsa soðin í vatni

Efni:
Meðalstór Ýsa
Kartöflur (3 á mann)
Vatn
Hamsatólg

Meðhöndlun
Ýsan er þverskorinn í 3-4 stykki;
Ýsan er látin sjóða í vatni þar til hún losnar frá beini;
Kartöflurnar eru soðnar með hýði í vatni þar til þær verða mjúkar í gegn;
Hamsatólgin brædd;

Þegar kartöflurnar eru soðnar þá eru þær skrældar og bornar fram;
Fiskurinn borinn fram í roði;
Hver notar svo tólg af eigin smekk;
Má bera fram seytt rúgbrauð með til hátíðisbrigða;

(Íslenskur hversdagur megnið af 20. öldinni)

Sendandi: Jóhann Ásmundsson <joas@islandia.is> (01/12/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi