Pasta fátæklingsins

Pizzur og pasta

Einfalt öruggt og gríslingarnir elska þetta...

Efni:
Spaghetti
Bakaðar baunir
Tómatsósa
Baconbitar (hátíðarútgáfa)

Meðhöndlun
Sjóðið spaghettíið í ca 10 mínútur (testið hvort það festist
lauslega á veggnum, þá er það al dente)
Hitið bakaðar baunir í potti, eða bara dósinni ef þið eruð
mjög fátæk.
Blandið saman og bætið útí dashi af tómatsósu.
Til hátíðarbrigða má bæta útí þetta baconbitum, ef menn eru mjög múraðir.

Sendandi: Fyrrverandi námsmaður <erremm@mmedia.is> (01/12/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi