Ofn - fiskur
Fiskréttir
Góður fiskréttur, sem auðvelt er að útbúa og lítið þarf að hafa fyrir.
Efni:
2 roðflett fiskflök
250 gr. majones
250 gr rækjuostur
1 dós sýrður rjómi
Meðhöndlun
Smyrjið eldfast mót og leggið fiskinn í fatið.
Hrærið saman majonesinu, rjómanum og ostinum og hellið/smyrjið yfir fiskinn.
Bakið við 150 gráður í ca. 60 mín.eða þar til osturinn er orðinn ljós brúnn. Berið fram með soðnum kartöflum, tómötum og gúrkum.
Sendandi: Ingibjörg Snorra <???> (31/10/1995)