Spínatlasagna

Grænmetisréttir

Ótrúlega góður réttur

Efni:
Fersk lasagnablöð
1pk. frosið spínat
1-2 laukar
fetaostur
1 peli rjómi eða kaffirjómi
mosarellaostur

Meðhöndlun
Saxið laukinn og brúnið hann í olíu. Setjið frosið spínatið saman við laukinn og látið það þiðna. Bætið rjómanu saman við spínatblönduna og látið krauma í nokkrar mínútur.
Þekjið botn á eldföstu fati með smá spínatblöndu, þá smá af fetaosti og svo lasagnablöð. Endurtakið koll af kolli þar til allt hráefnið er búið.
Mozarellaostur kemur svo síðastur og bakað í ofni við 180 gráður í 40 mín.

Sendandi: Sigbo. (22/01/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi