Rolo-terta

Brauð og kökur

Frábær marengsterta með berjum og rolo-kremi. Algjör bomba.

Efni:
MARENGS:
2-3 bollar Rice Krispies
2 dl sykur
1 dl púðursykur
4 eggjahvítur


FYLLLING:
5 dl rjómi
170 g fersk bláber (1 askja)
250 g fersk jarðarber (1 askja)

ROLO-KREM:
2 Rolo pakkar
50 g suðusúkkulaði
smá rjómi til þynningar

Meðhöndlun
1) Þeyta saman eggjahvítur, púðursykur og sykur þar til marengsinn er
orðinn stífur.

2) Taka disk (matardisk, ca. 22-23 cm í þvermál) og leggja hann á
smjörpappír. Strika hring eftir honum á pappírinn (eða tvo ef pláss er).

3) Moka Rice krispies í marengsinn þar til ekki kemst meira í hann svo
blautt sé. Hræra saman varlega með sleif eða sleikju. Skipta í tvennt og
setja sinn hvorn helminginn í miðjuna á hringjunum og slétta þannig úr að
ekki nái alveg út að mörkunum, láta muna ca 1-2 cm.

4) Baka í 130°C heitum ofni í ca. 50 - 60 mín eða eins og þú bakar marengs
venjulega. Best er að láta hann kólna í ofninum (hafa hann áfram lokaðan)
eftir að bökunartíminn er liðinn og taka hann svo út þegar ofninn er orðinn
kaldur sjálfur. (e.t.v. eftir 1-2 1/2 tíma)

5) Þeyta rjómann og skera jarðarber og bláber. Blanda saman. Setja á
milli marengsbotnanna.

6) Brytja niður suðusúkkulaði og setja 2 Rolo pakka út í. Bræða í
vatnsbaði. Hræra saman þegar þetta er bráðnað og þynna ef vill með smá
rjóma eða mjólk ef þarf. Hella yfir marengsinn og þá lekur smá niður með
hliðum og það verður voða girnilegt. Láta það bara vera eins og það er.
Lang flottast þannig. Stífnar svo mjög fljótt.

Þessa köku hef ég haft í næstum öllum veislum síðan ég byrjaði að búa '95 og hún er alveg frábær. Hef ekki enn hitt neinn sem ekki hefur fallið fyrir henni...



Sendandi: Hólmfríður Gestsdóttir <holmfrg@simnet.is> (29/04/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi