Pylsubrauðssamloka

Brauð og kökur

Hljómar illa en bragðast vel!

Efni:
Pylsubrauð
Roastbeef í sneiðum
Fetaostur með tómötum og ólífum
Agúrkusalat æi svona í sætum sykurlegi (sneiðar)

Meðhöndlun
Skerðu pylsubrauðið á hefðbundinn hátt og raðaðu tveimur til þremur sneiðum af roastbeefi neðst í það. Þar ofaná kemur síðan osturinn og gott er að velja með smá tómat úr krukkunni og eina tvær ólífur að auki. Að lokum er gott að setja agúrkusneiðarnar yfir. Skolist niður með mildu rauðvíni.

Sendandi: Kristrún Lind <Kristrun@isafjordur.is> (11/05/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi