Tagliatelli Carbonara

Pizzur og pasta

Brjálæðislega gott pasta!

Efni:
300 gr tagliatelli
30 gr smjör eða smjörlíki
200 gr beikonsneiðar, saxaðar smátt
1 msk ólífuolía
1-2 dl rjómi
paprikukrydd á hnífsoddi
60 gr rifinn parmesanostur
4 egg
salt og pipar

Meðhöndlun
1. Hitið olíuna á pönnu og steikið beikonbitana við meðalhita þar til þeir eru ljósbrúnir.
2. Bætið paprikunni í og látið krauma í 1 mínútu enn.
3. Bætið rjómanum í og pískið saman.
4. Setjið eggin og rifinn ostinn útí, pískið saman í smástund, eða þar til eggin eru orðin mátuleg.
5. Sjóðið tagliatelli í léttsöltu vatni í 10 mín, eða þar til það er mátulega soðið. (Ágætt að byrja á því að sjóða pastað áður en maður gerir sósuna)
6. Síið vatnið af pastanu og hellið því síðan í pottinn aftur, bætið smjöri, salti og pipar út í og blandið vel.
7. Nú er sósunni hrært saman við pastað og bragðbætt með salti og parmesan. Borið fram strax.

Verði ykkur að góðu!

Sendandi: Hjördís Viðarsdóttir <pooh@centrum.is> (12/07/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi