Kalt pastasalat

Pizzur og pasta

Þetta er girnilegur réttur á heitum dögum,hægt er að breyta hráefninu og stílfæra réttin.

Efni:
1/2 pakki pasta skrúfur
3-5 egg
1 poki blandað og rifið salat(fæst í Nóatúni og Nýkaup)
1 bréf beikon(harðsteikist)
1 rauðlaukur
agúrkubitar(slatti)
1 paprika hvaða lit sem er
og síðast en ekki síst...Snakk t.d.Pringles mulið yfir (mmmm)mjög gott!

Meðhöndlun
Sjóðið eggin og pastað
kælið
steikið beikonið(það er svo mulið yfir)
skerið gúrkuna og paprikuna
skerið eggin í bita
allt sett í skál og blandað varlega.
snakkið sett yfir síðast,það er möst!

Berist fram með hvítlaukssósu t.d Gunnars.
Gott er að hafa brauð með.

Sendandi: Erna V.Ingólfsdóttir (16/07/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi