Súkkulaðiostakaka

Ábætisréttir

Ég bý þessa ostaköku oft til þegar ég fæ gesti og er ævinlega beðin um uppskriftina, svo ég ákvað að senda hana til ykkar ef þið hefðuð áhuga á að bæta henni á uppskriftarvefinn ,sem mér finnst alveg frábær.

Efni:
110 gr. mulið hafrakex
75 gr. bráðið smjör

400 gr.Rjómaostur ( 1 askja )við stofuhita.
5 msk. rjóma
1 bolli sykur
1/2 bolli kakó
1/2 tesk. kanill
3 egg

Meðhöndlun
Hafrakex og smjör er hrært vel saman og sett í botninn á lausbotna kökuformi. Gott að smyrja formið að innan með feiti.
Bakað inní ofni við 180 gráður í 8 mín. tekið út úr ofninum og kælt örlítið.
Rjómaostur og rjómi er hrært vel saman, því næst er sykur, kakó og kanill sett útí og síðast eggin, hrært allt saman í ca. 2 mín.
Blöndunni hellt yfir hafrakexbotninn og sett í ofninn ( 180°C ) og bakað í ca. 25-35 mín. Kakan lyftir sér vel í ofninum þess vegan verða að vera háar brúnir á forminu, en það er eðlilegt að hún falli fljótlega eftir að hún er tekin út.
Skreytt með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.

Sendandi: Ágústa Hjartar Ástráðsdóttir <agusta@spron.is> (27/09/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi