Kjúklingasalat

Kjötréttir

Ferskt og gott kjúklingasalat sem lætur engan ósnortinn!

Efni:
1 grillaður kjúklingur (pillaður)
250 gr. rækjur (afþýddar)
2 pokar hrísgrjón (soðin og kæld)
1/3 haus jöklasalat
3 paprikur (allir litir)
1 hvítur salatlaukur
1 dós maísbaunir
1/3 dós beikonnasl
2 harðsoðin egg (má sleppa)
1 avocado (má sleppa)

Meðhöndlun
Kjúklingur grillaður og pillaður (ekki of smátt).
Hrísgrjónin soðin og kæld vel niður.
Grænmetið skorið frekar gróft.
Allt sett í skál og hrært saman.
Eggin eru sett síðust út í, meira til skrauts.
Borið fram með hvítvíni og hvítlauksbrauði.
Gott er að hafa létta sósu með þessu, t.d. sinnepssósu.

Sendandi: Auður Óskarsdóttir <audurosk@mmedia.is> (11/10/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi