Pastasalat með osti og rækjum.

Pizzur og pasta

Mjög gott tilvalið í saumaklúbbinn.

Efni:
200 gr pasta,skrúfur eða slaufur,
4 ananassneiðar,
3 msk púrrulaukur,
3 msk gul eða rauð paprika,
2 msk steinselja,
2-3 tegundir af ostum t.d.piparostur,Bónda Brie,gráðostur,fetaost allt e smekk,
500 gr rækjur.
SÓSA,
1 dl majónes,
1/2 dl súrmjólk,
3 msk sítrónusafi,
1/2 msk karrý
1 hvítlauksrif (eða duft)

Meðhöndlun
Sjóðið pastað og kælið,saxið ananas,púrrulauk,papriku,og steinselju.Skerið ostin í teninga.Blandið öllu saman í skál,ég hef sett kínakál með og blá vínber.




Bl andið öllu í sósuna og berið með,ristað brauð ómissandi með.............





Sendandi: L <liljasva@centrum.is> (25/11/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi