Lambahryggur í kryddjurtasósu

Kjötréttir

Marineraður lambahryggur í roslega góðri rjómasósu.

Efni:
1 lambahryggur (nægir 4-5)
Ólífuolía
l laukur
1/2 rauð paprika
1/2 gul eða græn paprika
200 gr Flúðasveppir
1/2 l rjómi
salt og pipar
2-3 tsk Basilikum

Meðhöndlun
Úrbeinið kjötið og fituhreinsið. Búið til kryddlög úr u.þ.b. 2 dl af olíu, baskilikunni, 3 tsk salt og 2 tsk pipar. Skerið kjötið í hæfilega bita og leggið í löginn. Látið standa í um 10 - 15 klst. Skerið grænmetið í bita og léttsteikið á pönnu, geymið. Takið kjötið úr leginum og látið mestu olíuna drjúpa af því, steikið kjötið á vel heitri pönnu þannig að það brúnist vel en ekki of mikið samt. Hellið grænmetinu yfir ásamt rjómanum og látið suðuna koma upp leyfið kjötinu að jafna sig í rjómanum ( 2-3 mín) við litla suðu. Bragðbætið sósuna ef þarf og einnig má þykkja hana örlítið.

Sendandi: Helena Eiríksdóttir <lena@ismennt.is> (28/12/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi