Heilsubrauð að Vestan

Brauð og kökur

Mjög fljótlegt og þægilegt, þarf ekkert að bíða.

Efni:
3. dl. hveiti
3 1/2 dl. heilhveiti
1 1/2 dl. hveitiklíð (eða kornblöndu t.d. 6 korn)
2 msk. haframjöl
1. msk. sykur
2. msk. lyftiduft
1. tsk. salt
2 1/2 dl. súrmjólk
2 1/2 dl. undanrenna

Meðhöndlun
Allt sett í skál og hrært saman, sett síðan í smurt jólakökuform og bakað í
1 klukkutíma við 180° neðarlega í ofni.
Ath. leggið bökunarpappír yfir formið fyrstu 20 mín. Þá verður brauðið fallegra.

Sendandi: Addý <arndis.baldursdottir@tmd.is> (17/01/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi