Ýsa með kartöfluflögum
Fiskréttir
Helgarfiskiréttur
Efni:
ýsa
aromat krydd og hvítlaukssalt (eða annað eftir smekk)
1 dós sýrður rjómi 18%
kaffirjómi
paprikuflögur (eða aðrar eftir smekk)
mozarella ostur
hrísgrjón
Meðhöndlun
Hrísgrjónin eru soðin en ekki til fulls og sett í botninn á eldföstu móti. Sjóðið aðeins upp á fiskinum og látið renna af honum (annars fer soðið út í sósuna og þynnir hana)og setjið ofan á grjónin. Hrærið saman kaffirjóma og sýrðum rjóma -gætið þess að hafa sósuna ekki of þunna. Setjið kryddin út í sósuna og hellið yfir fiskinn. Myljið flögurnar og stráið yfir fiskinn. Að lokum er osturinn settur yfir. Setjið í 180°C heitan ofn í 10-15 mín.
Sendandi: Erna Guðlaugsdóttir <erna@verslo.is> (25/01/2000)